Hafa rætt kosningamálið í rúma 4 tíma

Tekist er á um tillögu þess efnis að sveitarstjórnarráðuneytinu verði …
Tekist er á um tillögu þess efnis að sveitarstjórnarráðuneytinu verði falið að skoða aðgerðir Reykjavíkurborgar í tengslum við kosningaþátttöku. mbl.is/Hari

Umræður um tillögu Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um að sveitarstjórnarráðuneytinu verði falið að skoða aðgerðir Reykjavíkurborgar í tengslum við kosningaþátttöku tiltekinna hópa hafa staðið í rúma fjóra klukkutíma á fundi borgarstjórnar og standa þær enn yfir.

Lýsti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, áformum þeirra sem að tillögunni standa og að þau hyggist leita til ráðuneytisins ef tillagan verður felld.

Fulltrúar meirihlutans hafa sagt að umræddar aðgerðir hafi verið framkvæmdar í góðri trú. „Ég treysti fáum eins vel fyrir lýðræði og góðum vinnubrögðum og góðum ásetningi og einmitt þeim flokkum sem voru við völdin hér vorið 2018,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að Reykjavíkurborg hefði ítrekað ekki veitt upplýsingar sem beðið var um og ekki farið að tilmælum opinberra stofnanna.

„Ég hvet borgarfulltrúann til þess að kynna sér málið betur áður en hún gefur út yfirlýsingar um það að hún treysti engum flokkum betur til þess að fara með framkvæmd þessara mála og þeim flokkum sem skipuðu meirihluta hér á síðasta kjörtímabili,“ sagði Marta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert