Kaka ársins er létt, falleg og góð

Lilja sker fyrstu sneiðina með aðstoð frá höfundi kökunnar, Sigurði …
Lilja sker fyrstu sneiðina með aðstoð frá höfundi kökunnar, Sigurði Má. mbl.is/Árni Sæberg

Lilja Alfreðsdóttir tók á móti fyrstu Köku ársins í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í morgun, en höfundur hennar er Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís.

„Kakan er æðisleg, falleg, létt og góð, svo ég held hún muni falla mjög vel í kramið hjá landanum,“ segir Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, formaður Landssambands bakarameistara, í samtali við mbl.is eftir afhendinguna.

Kakan þykir mjög falleg í ár.
Kakan þykir mjög falleg í ár. mbl.is/Árni Sæberg

Keppnin um köku ársins fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð, en dómarar að þessu sinni voru þau Berglind Ester Guðjónsdóttir frá Samtökum iðnaðarins, Gunnar Örn Gunnarsson og Ingibjörg Ólafsdóttir frá Ölgerðinni.

Keppnin var haldin í samstarfi við Ölgerðina og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi beiskt marsipan og appelsínutröffel frá Odense.

Mennta- og menningarmálaráðherra féll kakan vel í geð ef marka má ljósmyndir ljósmyndara mbl. og orð Jóa Fel: „Það komu alla vega mörg M eftir fyrsta bitann,“ segir hann.

Lilja og Jói Fel gæða sér á kökunni.
Lilja og Jói Fel gæða sér á kökunni. mbl.is/Árni Sæberg
Létt og góð að sögn Jóa Fel.
Létt og góð að sögn Jóa Fel. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert