Tvísýnt um lausn

Samningafundur hjá Sáttasemjara.
Samningafundur hjá Sáttasemjara. mbl.is/​Hari

Forystumenn innan Alþýðusambandsins eiga von á því að ríkisstjórnin kynni þeim í dag hvaða skattabreytingum stjórnvöld eru reiðubúin að beita sér fyrir til að greiða fyrir lausn yfirstandandi kjaraviðræðna.

Staðan er mjög tvísýn. Samkvæmt heimildum innan verkalýðshreyfingarinnar er talið að umtalsverð lækkun skattbyrði tekjulágra launþega með nýju lágtekjuskattsþrepi og krónutöluhækkun af hálfu atvinnurekenda, til viðbótar við tilboðið sem lagt var fram á dögunum, gæti lagt grunn að samkomulagi um endurnýjun kjarasamninga.

Ef útspil stjórnvalda dugar hins vegar ekki til mun kjaradeilan harðna, að því er fram kemur í umfjöllun um stöðu samninganna í Morgunblaðinu í dag.

Næsti sáttafundur er boðaður á fimmtudaginn og þá mun ráðast hvort útspil stjórnvalda greiðir fyrir áframhaldandi viðræðum eða hvort þeim verður þá slitið og verkalýðsfélögin fjögur, sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara fyrir tveimur mánuðum, hefja undirbúning að boðun verkfalla.

Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins metur á fundi síðdegis í dag hvort vísa eigi deilu 16 aðildarfélaga til sáttameðferðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert