Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað

Hörður Oddfríðarson.
Hörður Oddfríðarson. Ljósmynd/ Friðrik Tryggvason

Göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. mars. Ekki hafa náðst samningar milli SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands en starfsemin var tryggð í fjárlögum í nóvember.

Hörður Oddfríðarson, dagskrárstjóri göngudeildarinnar, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið.

Hann segist hafa fengið fyrirmæli frá framkvæmdastjórn SÁÁ. Samtökin hafi ekki efni á að halda úti starfseminni í eigin reikningi.

Greint var frá því í janúar á síðasta ári að göngudeildinni yrði lokað en ekkert varð af lokuninni. 

SÁÁ hóf rekst­ur göngu­deild­ar á Ak­ur­eyri í byrj­un árs 1993 og hef­ur deild­in sinnt ráðgjöf og grein­ingu fyr­ir áfeng­is- og vímu­efna­sjúk­linga á öllu Norður­landi síðan.

Flest­ir þjón­ustuþegar koma til að fá eft­ir­fylgd að lok­inni dvöl á sjúkra­hús­inu Vogi eða eft­ir­meðferðar­stöðinni Vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert