Herjólfur hefur reynst vel í reynslusiglingunum

Herjólfur á leið í reynslusiglingu.
Herjólfur á leið í reynslusiglingu. Ljósmynd/Vegagerðin

Unnið er að lokafrágangi nýja Herjólfs. Hann verður að mestu rafknúinn, sem er nýjung í íslenska flotanum.

Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri skoðaði skipið í Gdynia í Póllandi í gær og leist mjög vel á það.

Hjörtur Emilsson verkefnisstjóri sagði að lögð yrði áhersla á að þjálfa áhöfnina eftir að skipið kæmi heim. Ólíklegt er að það hefji áætlunarsiglingar 30. mars eins og stefnt var að, að því er fram kemur í umfjöllun um smíði Herjólfs í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert