Mynd Heru skilar 10 milljarða tekjum

Frægðarsól Heru Hilmarsdóttur er að rísa.
Frægðarsól Heru Hilmarsdóttur er að rísa. mbl.is/​Hari

Kvikmyndin Mortal Engines með Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki hefur halað inn sem svarar 10 milljörðum króna í miðasölutekjur um heim allan síðan hún var frumsýnd í London í nóvember sl.

Tekjurnar voru langt undir væntingum í Bandaríkjunum. Myndin hefur hins vegar notið vinsælda í löndum á borð við Kína, Rússland og Þýskaland. Þá má nefna Ástralíu og Nýja-Sjáland.

Virðist óhætt að fullyrða að aldrei áður hafi kvikmynd með íslenskri leikkonu í aðalhlutverki skilað slíkum tekjum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert