Tekinn á 173 km/klst. hraða

Karlmaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Djúpvegi í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum á níunda tímanum í kvöld en bifreið hans var mæld á 173 kílómetra hraða á klukkustund þar sem einungis var leyfilegt að aka að hámarki á 90 km/klst.

Maðurinn var tekinn við hefðbundið umferðareftirlit lögreglu og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Mál hans var síðan sent til lögreglustjórans til afgreiðslu og má maðurinn eiga von á hárri sekt. Miðað við reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum má gera ráð fyrir að sektin verði um 240 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert