Loftgæði á Akureyri mjög slæm

Loftgæði á Akureyri eru mjög slæm þennan öskudaginn.
Loftgæði á Akureyri eru mjög slæm þennan öskudaginn. mbl.is/Hari

Loftgæði á Akureyri hafa verið mjög slæm það sem af er þessum degi og mældist mesti styrkur svifryks 184 µg/m³ við Strandgötu klukkan 10 í morgun. Kalt og stillt er í veðri og margir eru á ferli í bænum, gangandi og akandi, í tilefni öskudags. 

Á loftgæðavef Umhverfisstofnunar kemur fram að loftgæði byrjuðu að versna um klukkan átta í morgun og náði styrkur svifryks hámarki um tíuleytið. Örlítið hefur dregið úr styrknum síðustu klukkutíma en loftgæði mælast enn mjög slæm. 

Þegar styrkur svifryks fer yfir 150 µg/m³ geta áhrifin náð til allra, ekki bara þeirra sem eiga við vandamál í öndunarfærum að stríða. 

Loftgæði á Akureyri eru mjög slæm en annars staðar á …
Loftgæði á Akureyri eru mjög slæm en annars staðar á landinu er styrkur svifryks minni. Kort/Loftgæði.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert