Opnað fyrir stærri skip

Mörg skemmtiferðaskip sækja Grundarfjörð heim í ár.
Mörg skemmtiferðaskip sækja Grundarfjörð heim í ár. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

„Þegar Norðurgarður var síðast lengdur, fyrir hátt í 20 árum, sáu menn þessa stækkun ekki endilega fyrir sér. En eftir því sem árin líða, aðstæður breytast og skipin stækka skapast þessi þörf,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til fyrirhugaðrar lengingar á Norðurgarði Grundarfjarðarhafnar.

Greint var frá áformum þessum í Morgunblaðinu í gær, en í fyrradag var skrifað undir samning við Björgun ehf. um fyrsta áfanga framkvæmdanna.

Áfanginn felst í dælingu púða undir 130 metra lengingu garðsins, en verkið var boðið út í janúar síðastliðnum. Við framkvæmdina skapast einnig tæplega 5.000 fermetra nýtt athafnasvæði, til viðbótar við um 4.200 fermetra athafnasvæði Norðurgarðs. Björg segir aðstæður til stækkunar vera mjög góðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert