Reynslulaust fólk lét hlutina gerast

Félagsmenn Eflingar í kröfugöngu nú síðdegis.
Félagsmenn Eflingar í kröfugöngu nú síðdegis. mbl.is/​Hari

„Við erum búin að læra það í dag, að þrátt fyrir að við séum hópur af reynslulausu fólki þegar kemur að verkföllum, þá getum við sannarlega látið hlutina gerast,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags.

Hún segist vera þreytt eftir daginn en hæstánægð með samstöðuna. „Magnaður dagur,“ segir hún, nýkomin inn í Gamla bíó aftur, eftir að verkfallskonur gengu aðra kröfugöngu dagsins nú síðdegis.

Kröfugangan var á milli helstu hótela í bænum, þar sem verkfallsverðir Eflingar stóðu einnig vörð. „Við vorum sýnilegar og við vorum sjáanlegar. Þessi dagur er búinn að vera brjálæðislega valdeflandi,“ segir Sólveig.

Fleiri hundruðir félagskvenna komu saman fyrr í dag til að sýna samstöðu en um leið sækja sér verkfallsgreiðslur. Nú síðdegis var haldin önnur kröfuganga um borgina.

Hvort verkföll séu það sem koma skal, skal Sólveig ekki segja. „Við erum að minnsta kosti tilbúin í meira ef atkvæðagreiðslurnar sýna niðurstöðu á þá leið,“ segir hún. Hún segir þetta allt velta á því, hvort atvinnurekendur séu tilbúnir að mæta kröfum þeirra.

Samstöðufundi í Gamla bíó lýkur klukkan sex og verkfallinu á miðnætti í kvöld.

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónstóttir, sagðist vera þreytt eftir daginn …
Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónstóttir, sagðist vera þreytt eftir daginn en hæstánægð með samstöðuna. mbl.is/​Hari
Hótelþrif voru í höndum hótelrekenda í dag, en þeir gengu …
Hótelþrif voru í höndum hótelrekenda í dag, en þeir gengu margir hverjir í störf þernanna sem voru í verkfalli. mbl.is/​Hari
Verkfallið lendir á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Það voru mest erlendar …
Verkfallið lendir á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Það voru mest erlendar konur sem voru í verkfalli í dag. mbl.is/​Hari
Ferðamenn taka myndir af kröfugöngu Eflingar nú síðdegis.
Ferðamenn taka myndir af kröfugöngu Eflingar nú síðdegis. mbl.is/​Hari
Gengið var upp Bankastræti og inn í Gamla bíó, þar …
Gengið var upp Bankastræti og inn í Gamla bíó, þar sem haldinn var samstöðufundur klukkan fimm ásamt Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert