Allt að 400 íbúðir í stað Garðheima

Myndin sýnir svæðið þar sem íbúðahverfi á að rísa frá …
Myndin sýnir svæðið þar sem íbúðahverfi á að rísa frá grunni. Í baksýn eru Garðheimar og Vínbúðin, sem koma til með að víkja fyrir byggð. mbl.is/Golli

Á lóð Haga ehf. við Stekkjarbakka í Mjóddinni, á því svæði þar sem Garðheimar og Vínbúðin eru núna, eiga að rísa blokkir með hátt í 400 íbúðum, ásamt verslun og ýmiss konar þjónustu.

Olís átti hluta lóðarinnar en við samruna Olís og Haga er lóðin nú öll í eigu sama félags og stefnt er á aðgerðir. Leigusamningar við leigjendur á lóðinni renna út árið 2021 og er þá ráðgert að komist hafi verið að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skipulag á lóðinni. Þá eiga framkvæmdir að hefjast þegar í stað, að því er Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali við mbl.is.

Finnur segir samtal þegar hafið við borgaryfirvöld um hvernig framkvæmdum skuli háttað og hann er bjartsýnn á framhaldið. „Þetta er verkefni sem ég geri ráð fyrir að verði að veruleika,“ segir hann og telur öllum undirbúningi verða lokið í tæka tíð, þannig að framkvæmdir geti hafist 2021.

Finnur gerir ráð fyrir að blönduð byggð muni rísa á svæðinu og er það í samræmi við stefnu borgarinnar um þéttingu byggðar. Á lóðinni muni því rísa bæði litlar og stærri íbúðir, auk þess sem byggingar fyrir verslun og þjónustu verði á hluta lóðarinnar, til að mynda Bónusverslun og ÓB-stöð.

Stoppistöð fyrir borgarlínuna verður þá við byggðina, þar sem strætómiðstöðin er í dag.

Svona sjá Hagar þetta fyrir sér eins og það var …
Svona sjá Hagar þetta fyrir sér eins og það var kynnt á fundi þeirra í gær. Þar sem blokkirnar eru, eru Garðheimar eins og er. Hagar munu ekki sjálfir byggja á svæðinu heldur fá einhvern í verkið. Hagar
Rauðmerkta svæðið verður byggð og bútur gulmerkta svæðisins sem nær …
Rauðmerkta svæðið verður byggð og bútur gulmerkta svæðisins sem nær lengra suður verður verslun og þjónusta á vegum Haga. Kort/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert