Bakarar og smiðir

Núna Guðrún Gunnlaugsdóttir nemi í fataiðn með straujárnið.
Núna Guðrún Gunnlaugsdóttir nemi í fataiðn með straujárnið. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjöldi ungmenna mætti í Laugardalshöllina í Reykjavík í gær á Mín framtíð 2019 þar sem framhaldsskólarnir í landinu, 33 alls, kynna námsframboð sitt. Jafnhliða er þar haldið Íslandsmót iðn- og verkgreina þar sem nærri 200 nemar keppa í alls 28 fögum.

Von var á meira en 7.000 nemendum úr efstu bekkjum grunnskólanna í dag og í gær til að fylgjast með keppni og kynna sér iðnir, en í gær var í Laugardalshöllinni hægt að fylgjast með rafvirkjum stilla og tengja, kjötiðnaðarmönnum útbúa ýmsar krásir, bökurum útbúa brauð og trésmíðanemum með verkfæri sín við hefilbekkinn. Einnig voru á svæðinu nemendur í fataiðnum sem sauma og gera alls konar kúnstir.

Á morgun, laugardag, verður svo fjölskyldudagur á milli kl. 10 og 16 í Laugardagshöllinni þar sem ungir sem eldri geta kynnt sér möguleikana sem í iðnnámi og -störfum felast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert