Umfjöllun mbl.is tilnefnd

Guðrún Hálfdánardóttir er tilnefnd fyrir greinaflokkinn Gætt að geðheilbrigði.
Guðrún Hálfdánardóttir er tilnefnd fyrir greinaflokkinn Gætt að geðheilbrigði. mbl.is/Hari

Dómnefnd Blaðamannaverðlaunanna hefur birt tilnefningar sínar til blaðamannaverðlauna fyrir árið 2018 og fékk mbl.is eina tilnefningu. Verðlaunin verða afhent föstudaginn 22. mars í Pressuklúbbnum, félagsheimili blaðamanna í Síðumúla 23.

Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á ritstjórn mbl.is, er tilnefnd í flokknum umfjöllun ársins fyrir greinaflokkinn Gætt að geðheilbrigði þar sem hún fjallar um úrræði og úrræðaleysi þegar kemur að því að hjálpa fólki sem glímir við geðsjúkdóma og/eða fíkn.

Í myndskeiðinu hér að neðan fjallar Guðrún í stuttu máli um greinaflokkinn. 

 

Sam­kvæmt reglu­gerð um verðlaun­in skal dóm­nefnd birta þrjár til­nefn­ing­ar í hverj­um af fjór­um flokk­um verðlaun­anna.

Til­nefn­ing­ar til blaðamanna­verðlauna eru þess­ar:

Viðtal ársins

Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á mbl.is.
Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á mbl.is. mbl.i/Golli

Jóhann Páll Jóhannsson, Stundinni
Fyrir viðtal við Báru Halldórsdóttur sem steig fram í kjölfar þess að hafa tekið upp hatursorðræðu þingmanna á Klausturbar og sent fjölmiðlum til úrvinnslu.

Milla Ósk Magnúsdóttir, RÚV
Fyrir viðtal við hjónin Stefán Þór Gunnarsson og Elísu Rós Jónsdóttur sem misstu son sinn vegna ofneyslu fíkniefna. Hjónin lýsa eigin úrræðaleysi og áfallinu sem fylgdi andlátinu.

Ragnheiður Linnet, Mannlífi
Fyrir viðtal við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju plastbarkaþegans Andemariam Beyene, um aðdraganda ígræðslunnar og hvernig líf fjölskyldunnar umturnaðist eftir þá örlagaríku aðgerð.

Rannsóknarblaðamennska ársins

Freyr Rögnvaldsson og Steindór Grétar Jónsson, Stundinni
Fyrir umfjöllunina Landið sem auðmenn eiga sem veitir ríka yfirsýn yfir umfang fyrrverandi bújarða sem nú eru í eigu innlendra og erlendra auðmanna og innsýn í hverjir þeir eru.

Helgi Seljan, RÚV
Fyrir fréttaskýringu um stöðu erlendra verkamanna og sjálfboðaliða sem hingað koma, búa við bágar aðstæður og eru sviknir um laun.

Ingólfur Bjarni Sigfússon, RÚV
Fyrir fréttaskýringu um um vopnaflutninga Air Atlanta og vanhöld Samgöngustofu á því að framfylgja sáttmálum um vopnaflutninga sem Ísland hefur fullgilt.

Umfjöllun ársins

Aðalheiður Ámundadóttir, Fréttablaðinu
Fyrir umfjöllun með fréttum og fréttaskýringum um forsögu, endurupptöku og eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála.

Guðrún Hálfdánardóttir, Morgunblaðinu/mbl.is
Fyrir greinaflokkinn Gætt að geðheilbrigði um úrræði og úrræðaleysi þegar kemur að því að hjálpa fólki sem glímir við geðsjúkdóma og/eða fíkn.

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Stundinni
Fyrir umfjöllun með frásögnum átta kvenna sem opinbera bitleysi nálgunarbanns sem úrræðis í heimilisofbeldismálum.

Blaðamannaverðlaun ársins

Sigríður Halldórsdóttir, RÚV
Fyrir umfjöllun um óábyrga notkun plasts, þar sem sýnt er með sláandi hætti hvernig það mengar umhverfið, neysluvatn okkar og matvæli.

Viktoría Hermannsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir, RÚV
Fyrir útvarpsþáttaröðina Kverkatak þar sem lýst er birtingarmyndum heimilisofbeldis frá sjónarhorni þolenda, aðstandenda þeirra og sérfræðinga.

Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum
Fyrir bókina Kaupthinking sem dregur fram skýra mynd af hugarfari og ólöglegum fjármálagjörningum innan Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins og afleiðingum þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert