Vilja fá aðgang að Landeyjahöfn

Landeyjahöfn.
Landeyjahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við viljum hafa eitthvað um Landeyjahöfn að segja og kanna aukna nýtingarmöguleika á henni sem leitt gætu til umtalsverðrar atvinnuuppbyggingar í Rangárþingi eystra,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra en markaðs- og atvinnumálanefnd hefur lagt það til við sveitarstjórn að hún beiti sér fyrir því.

„Höfnin er ríkishöfn með enga hafnarstjórn og Rangárþing eystra hefur nákvæmlega ekkert um Landeyjahöfn að segja þrátt fyrir að hún sé í okkar sveitarfélagi. Okkur finnst grátlegt að höfnin sé ekki nýtt í fleira en ferjusiglingar. Við erum ekki að tala um að fara í samkeppni við Herjólf eða Eyjamenn. Það er hins vegar búið að setja mikið fjármagn í höfnina og það á enn eftir að setja meira. Hvers vegna ekki að nýta höfnina betur?“ spyr Anton Kári sem segir að ferðaþjónustuaðilar vildu gjarnan geta boðið ferðamönnum að leigja sæþotur eða fara í skemmtisiglingar.

„Það mætti líka sjá fyrir sér, þegar framkvæmdum á innri höfninni er lokið, smá trilluútgerð þar sem Rangæingar gætu veitt sér í soðið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert