Fálkinn í fjörunni á Álftanesinu

Fálkinn í fjörunni á Álftanesi.
Fálkinn í fjörunni á Álftanesi.

Fálkinn sést flögra víða um landið og að kvöldlagi sást þessi flækingur gæða sér á bráð í fjörunni á Álftanesi. Bragðaðist krásin vel, en fálkinn var þá á þangi þakinni klöppinni þegar tekið var að falla að.

Samskipti fálka og rjúpu, ránfugls og bráðar, eru mjög náin, segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Stofnbreytingar tegundanna eru háðar stofnstærð hvorrar fyrir sig. Stofnarnir rísa og hníga og talið er að íslenski fálkastofninn sé innan við 400 óðalspör og fjöldi einstaklinga innan við 2.000. Mest og helst sést fálkinn í Þingeyjarsýslum og unir sé þar vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert