Staurar brotnuðu og línur slitnuðu

Frá viðgerðarstað þar sem loftlínur slitnuðu vegna ísingar.
Frá viðgerðarstað þar sem loftlínur slitnuðu vegna ísingar. Ljósmynd/Rarik

Rafmagnslaust var víða í Skaftártungu, Meðallandi og í Mýrdal í nótt og dag. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Rarik er rafmagn komið á í Skaftártungu en unnið er að viðgerð í Mýrdal og í Meðallandi.

Óvenju mikil ísing í nótt olli því að línur slitnuðu og staurar brotnuðu. Af þeim sökum varð rafmagnslaust á stóru svæði á Suðurlandi. Í Skaftártungum var ein lína slitin á að minnsta kosti tveimur stöðum og í Meðallandi var vitað um þrjá brotna staura og fjögur slit á línum.

Samtals eru 128 viðskiptavinir enn án rafmagns en búist er við því að allir verði komnir með rafmagn í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert