Áhyggjur af aukinni umferð um Dalveg

Horft til suðvesturs frá gatnamótum Nýbýlavegar, Dalvegar og Breiðholtsbrautar.
Horft til suðvesturs frá gatnamótum Nýbýlavegar, Dalvegar og Breiðholtsbrautar. Teikning/Kópavogsbær.

Yfir eitt hundrað íbúar í Hjallahverfi í Kópavogi hafa ritað undir mótmæli vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi við Dalveg, en þar á að rísa stór skrifstofubygging með 300 bílastæðum á mótum Breiðsholtsbrautar og Nýbýlavegar.

Óttast íbúarnir að umferð um Dalveg aukist mjög í kjölfarið, en hún er nú þegar þung á álagstímum.

Dalvegur er aðalumferðarleið íbúanna til og frá heimilum sínum. Fulltrúar mótmælenda eiga fund með bæjarstjóra á morgun og stefnt er að íbúafundi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert