Hegningarhúsið stendur enn autt

Hegningarhúsið hefur staðið við Skólavörðustíg frá árinu 1874.
Hegningarhúsið hefur staðið við Skólavörðustíg frá árinu 1874. mbl.is/RAX

Enn hefur ekkert verið ákveðið um hvernig Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg verður ráðstafað, en síðasti fanginn gekk þaðan út fyrir tæpum þremur árum.

Síðan þá hefur húsið staðið autt, ýmsar hugmyndir hafa komið fram um framtíðarnotkun þess en áður en til þess kemur að fá húsinu nýtt hlutverk, þarf að ráðast í talsverðar framkvæmdir á ytra byrði þess. Ekki hefur fengist fé til þess, að sögn Snævars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Ríkiskaupa, sem eiga húsið.

„Það þarf að gera við fúgur í hleðslu hússins, gera við glugga og líklega þarf að taka allt þakið í gegn. Samkvæmt um ársgamalli kostnaðaráætlun myndi þetta kosta um 300 milljónir. Allar forsendur liggja fyrir, en fjármagn hefur ekki fengist ennþá,“ segir Snævar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Húsið er úr hlöðnum steini og til viðgerðarinnar þarf sérfræðinga í slíkum húsum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert