Reyndu að hindra aðgengi að Alþingi

Frá mótmælaaðgerðunum fyrir utan Alþingi.
Frá mótmælaaðgerðunum fyrir utan Alþingi. mbl.is/Eggert

Nokkru áður en þingfundur hófst klukkan 13.30 reyndu liðsmenn samtakanna No Borders að trufla aðgengi þingmanna að þinghúsinu og bílastæðum þingsins.

Þetta staðfestir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.

Hann segir að lögreglan hafi skakkað leikinn og að einhverjir hafi verið handteknir.

mbl.is/Eggert

Að sögn Helga raðaði fólkið sér upp fyrir framan þinghúsið við aðalinnganginn og einnig bakdyramegin. Sömuleiðis raðaði það sér upp fyrir framan innganginn á bílastæðið. Einhverjir þingmenn gátu lagt á bílastæðinu en aðrir þurftu að leggja annars staðar.

Uppátækið hefur ekki truflað störf þingsins, að sögn Helga. 

Alþingi við Austurvöll.
Alþingi við Austurvöll. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert