Vilja Íslandssléttbak að láni frá Dönum

Mikil nákvæmni er í skönnuninni á Íslandssléttbaknum.
Mikil nákvæmni er í skönnuninni á Íslandssléttbaknum. Tölvumynd/Rigsters

Náttúruminjasafn Íslands hefur óskað eftir því að fá að láni til langs tíma beinagrind af Íslandssléttbak frá Dýrafræðisafni Danmerkur. Danir eiga tvær slíkar beinagrindur af fullorðnum dýrum sem voru veidd hér við land 1891 og 1904.

Ekki er til eintak á Íslandi af tegundinni og aðeins örfá söfn erlendis eiga heila beinagrind Íslandssléttbaks. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafnsins, að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi varðandi sýningarstað fáist jákvætt svar frá Dönum.

Nýlega var lokið nákvæmri þrívíddarskönnun á beinagrind annars Íslandssléttbaksins í Kaupmannahöfn fyrir Náttúruminjasafnið. Hilmar segir að skönnunin hafi þegar vakið athygli og önnur söfn hafi leitað upplýsinga um verkefnið hjá Náttúruminjasafni og danska fyrirtækinu Rigsters.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert