Vonandi stutt í vorið

Kort/Veðurstofa Íslands

Það gengur á með dimmum éljum á vestanverðu landinu og vafasamt ferðaveður þar, segir á vef Veðurstofu Íslands. Veðurfræðingur vonast til þess að það sé stutt í vorið en gul viðvörun er í gildi bæði við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Viðvörunin gildir til klukkan 6 í fyrramálið.

„Suðvestanátt og éljagangur í dag, en léttskýjað á Austurlandi. Vindurinn nær sér vel á strik, hvassviðri eða stormur um landið norðvestanvert og víða rok þar í kvöld, en heldur hægari í öðrum landshlutum.

Suðvestan 8-15 m/s á morgun og él sunnan og vestan til á landinu, en þurrt norðaustanlands. Hiti kringum frostmark að deginum.

Fram yfir helgi má síðan búast við snjókomu eða éljum víða um land. En í dag eru vorjafndægur, dagurinn orðinn jafn langur og nóttin og því vonandi stutt í vorið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Suðvestan 10-18 m/s, en 15-23 NV-til á landinu og 20-25 þar í kvöld og fram eftir nóttu. Þurrt og bjart veður A-lands, annars él. Víða suðvestan 8-15 og él á morgun, en skýjað með köflum og úrkomulítið NA-lands. Hiti kringum frostmark að deginum.

Suðvestan 8-15 m/s, en 15-23 í fyrstu NV-lands. Víða léttskýjað á NA- og A-landi, annars él. Hiti kringum frostmark. 

Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og dálítil él, en vaxandi V-átt um kvöldið. Hiti breytist lítið. 

Á laugardag:
Sunnan 10-15 og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið NA-lands. Hiti kringum frostmark. 

Á sunnudag:
Snýst í norðvestanátt með snjókomu eða éljum N-til á landinu, en rofar til sunnan heiða. Hiti 0 til 5 stig við S-ströndina, annars 0 til 5 stiga frost. 

Á mánudag:
Sunnanátt, skýjað og fer að rigna S- og V-lands. Hlýnandi veður. 

Á þriðjudag:
Suðvestanátt og él, en þurrt og bjart veður A-lands. Hiti 0 til 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert