Fundur hjá sáttasemjara dregst á langinn

Hlé var gert á fundinum til þess að samningsaðilar gætu …
Hlé var gert á fundinum til þess að samningsaðilar gætu fengið sér í svanginn. mbl.is/Árni Sæberg

Hlé hefur verið gert á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna sex sem vísað hafa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun og átti upphaflega aðeins að standa í klukkustund.

Eitthvað nýtt virðist hins vegar hafa verið lagt fram af hálfu Samtaka atvinnulífsins og halda fundarhöld áfram eftir hlé sem gert var á fundinum nú upp úr kl. 17 til þess að samningsaðilar gætu fengið sér að borða.

Fjölmiðlabann ríkir um fundarhöldin og því óljóst um hvað er verið að ræða og hvenær sér fyrir endann á vinnufundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert