Fjallvegir víða lokaðir

Vetrarfærð er á landinu. Fjallvegir eru lokaðir.
Vetrarfærð er á landinu. Fjallvegir eru lokaðir. mbl.is/Þorgeir

Búið er að loka fjölmörgum fjallvegum á landinu vegna óveðurs. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru lokuð sem og Vopnafjarðarheiði. Sömu sögu er að segja um Víkurskarð, Hófaskarð, Ólafsfjarðarmúla og Fjarðarheiði. Lyngdalsheiðin er sögð lokuð um tíma. 

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 

Appelsínugul og gul viðvörun er í gildi vegna veðurs. Veðurstofan spáir að veðrið gangi niður í nótt. 

Spá fyrir höfuðborgarsvæðið sýnir að um 20-30 sentimetrar af snjó munu falla á nokkrum klukkustundum. Áhrifin yrðu fyrst og fremst fólgin í samgöngutruflunum innan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 

Fólk á ferðinni er hvatt til að fylgjast vel með færð. Hægt er að fylgjast með færð á vegum og lokunum á vef Vegagerðarinnar eða hringja í upplýsingasíma. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert