Foktjón og fastir bílar víða um land

Björgunarsveitir hafa komið föstum ökumönnum til hjálpar um allt land …
Björgunarsveitir hafa komið föstum ökumönnum til hjálpar um allt land í kvöld. Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi.

Björgunarsveitir hafa komið föstum ökumönnum til hjálpar um allt land í kvöld, þar á meðal á Þórshöfn, Djúpavogi og á Flúðum.

Einnig hafa björgunarsveitir sinnt aðstoð vegna fjúkandi muna í Sandgerði og á Norðfirði og þá manna björgunarsveitir helstu lokanir vega fram á nótt, að sögn Jónasar Guðmundssonar á fjölmiðlavakt Landsbjargar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert