Freyju mismunað vegna fötlunar

Freyja taldi sig ekki hafa notið sömu málsmeðferðar og ófatlaðir …
Freyja taldi sig ekki hafa notið sömu málsmeðferðar og ófatlaðir við um­sókn sína um að ger­ast fóst­ur­for­eldri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í júní kröfum Freyju um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála frá 6. júní 2016 þar sem staðfest var ákvörðun Barnaverndarstofu frá  nóvember 2015 um synjun á umsókn Freyju um leyfi til þess að taka barn í fóstur.

Í niðurstöðu Landsréttar segir að ef gengið sé út frá því að fatlaður einstaklingur sé almennt ekki við góða almenna heilsu án þess að nánara mat fari fram á þeirri aðstoð sem hann nýtur og aðstöðu hans til þess að ala upp barn að öðru leyti yrði honum fyrir fram gert erfiðara um vik að uppfylla skilyrði 6. greinar reglugerðar nr. 804/2004 um góða almenna heilsu í samanburði við ófatlaðan einstakling.

Neitað um að sækja skyldunámskeið fyrir fósturforeldra

Freyja taldi sig ekki hafa notið sömu málsmeðferðar og ófatlaðir við um­sókn sína um að ger­ast fóst­ur­for­eldri. Var henni m.a. neitað um að sækja nám­skeiði Foster Pri­de sem er haldið á veg­um Barna­vernd­ar­stofu ætlað áhuga­söm­um fóst­ur­for­eldr­um, en um­sækj­end­um um að taka barn í fóst­ur er skylt að sækja slíkt áður en leyfi er veitt til að ger­ast var­an­legt fóst­ur­for­eldri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert