Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

Tapað-fundið. Vinirnir Þorfinnur Sigurgeirsson og Magnús Valur Pálsson með góssið …
Tapað-fundið. Vinirnir Þorfinnur Sigurgeirsson og Magnús Valur Pálsson með góssið sem þeir endurheimtu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook.

Þorfinnur hafði þær ótrúlegu fréttir að flytja að skissubækur, og fleira, sem Magnús hafði sent honum til Kanada fyrir nær þrjátíu árum, en týndust í pósti, væru komnar í leitirnar.

Um 1990 var Magnús Valur við nám í Hollandi og Þorfinnur við nám í Kanada. Þeir hafa verið perluvinir frá æskuárunum og á þessum tíma bættu þeir sér upp fjarlægðina á milli sín með því að skiptast á skissubókum með teikningum, dagbókum og sendibréfum. Sumarið 1991 þegar Magnús var kominn heim til Íslands en Þorfinnur enn í Kanada, sendi Magnús honum þykkt umslag. Í því voru þrjár skissubækur sem Þorfinnur átti og geymdu ýmsar persónulegar hugleiðingar og frásagnir, m.a. af fyrstu uppvaxtarárum dóttur hans. Í umslaginu var líka sendibréf og myndskreytt draumadagbók sem Magnús hafði skráð í Hollandi.

Stuttu seinna hringdi Þorfinnur miður sín í Magnús. Hafði hann þá fengið í hendur tægjur af umslaginu en nær allt innihaldið vantaði. Þeir hafa syrgt þessar horfnu bækur í 28 ár og oft rætt um þær.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert