Stundum leynast merki í töluboxi

Eiríkur Líndal sálfræðingur hefur alla tíð haft gaman af að …
Eiríkur Líndal sálfræðingur hefur alla tíð haft gaman af að safna, safnaði frímerkjum og eldspýtustokkum þegar hann var strákur. mbl.is/Haraldur Jónasson
„Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu.
Félagið er vettvangur þeirra sem safna og vilja fræðast um íslenska og erlenda gjaldmiðla, minnispeninga og aðra sambærilega sögulega hluti.

„Í Myntsafnarafélaginu eru rúmlega 200 manns og langflestir félagsmenn eru karlkyns. En konum fer fjölgandi. Þetta gengur út á að fá nýja hluti í safnið sitt og safnarar býtta því mikið. Safnarar vinna stöðugt að því að fá betri eintök í sín söfn og þegar það tekst þá skipta þeir gamla eintakinu út fyrir eitthvað annað sem þá vantar. Sumir söfnunargripir ganga kaupum og sölum fyrir háar upphæðir, sjaldgæfustu og elstu seðlarnir kosta til dæmis mikið. Dýrasti íslenski seðillinn sem sýndur verður um helgina er metinn á um 3-4 milljónir króna. Þetta er 50 krónu seðill frá 1886, sá eini sem vitað er um í einkaeign í heiminum,“ segir Eiríkur og tekur fram að sjálfur hafi hann aldrei selt neitt úr sínu safni, en hann safnar ekki gjaldmiðlum, heldur flugmunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert