Allskörp hlýnun í vændum

mbl.is/​Hari

Það verður vestlæg átt á landinu í dag og allvíða dálítil él en bjartviðri suðaustanlands. Hiti verður nálægt frostmarki að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Í nótt hvessir af suðaustri og skil koma inn á landið, fyrst suðvestan til. Líklega mun snjóa á undan skilunum, en í fyrramálið koma hlýindi inn á land og fer úrkoman yfir í rigningu.

Allskörp hlýnun verður og fer hitinn víða í 5 til 8 stig síðdegis, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings.

„Eins og svo oft áður í sunnan- og suðaustanáttum nær úrkoman illa norður yfir heiðar og verður víða þurrt og þokkalega hlýtt á þeim slóðum. Annað kvöld fer vindur smám saman að snúa sér til suðvestanáttar og einnig bætir í vind, einkum um landið sunnanvert. Fljótlega upp úr því fara svo hitatölur að lækka, einkum vestan til og er viðbúið að úrkoma þriðjudagsins verði slydduél sunnan og vestan til en þurrt og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir enn fremur.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert