Hafðist að ná olíuflutningabílnum aftur upp á veg

Ljósmyndari mbl.is tók þessar myndir um eittleytið í dag, en …
Ljósmyndari mbl.is tók þessar myndir um eittleytið í dag, en þá hafði mönnum tekist að ná bifreiðinni aftur upp á veg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðgerðum á Hellisheiði, þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum í morgun, er lokið og er búið að opna aftur fyrir umferð. „Þetta gekk bara vel, það voru svolítil átök að ná honum upp á veginn,“ segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við mbl.is.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðgerðum var lokið um tvöleytið í dag, en að sögn Péturs varð að loka veginum í báðar áttir um stund þar sem töluvert af snjó hafi safnast saman á heiðinni og það varð að ryðja báðar akreinarnar áður en umferð yrði aftur hleypt á veginn. Í fyrstu var aðeins lokað fyrir umferð til austurs á Hellisheiði, en óhappið varð skammt frá Hveradölum. Nú er opið í báðar áttir. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Óhappið varð um kl. 9 í morgun þegar ökumaður flutningabílsins þurfti að beygja snögglega frá bifreið sem ók í veg fyrir flutningabílinn. Það varð til þess að flutningabíllinn, sem að flytja um 40.000 lítra af eldsneyti, hafnaði utan vegar og sat þar fastur. Engan sakaði og þá lak engin olía á veginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert