Olíuflutningabíll út af á Hellisheiði

Frá Hellisheiði nú á tíunda tímanum, séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Frá Hellisheiði nú á tíunda tímanum, séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Vegagerðin

Olíuflutningabíll á vegum Skeljungs fór út af á Hellisheiði rétt fyrir klukkan 9 í morgun. Engin slys urðu á fólki né leki frá bílnum en um borð eru 40.000 lítrar af olíu sem ætluð var til dreifingar á Suðurlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi, sem segir að bifreiðin hafi verið í hefðbundnum áætlunarakstri. 

Þá segir, að viðbragðsáætlun Skeljungs hafi strax verið virkjuð og verði unnið að því með lögreglu og slökkviliði að dæla olíunni af bílnum og fjarlægja hann af vettvangi.

Uppfært kl. 10:50

Að sögn Vegagerðarinnar er verið að loka veginum yfir Hellisheiði meðan bifreiðin er fjarlægð af svæðinu. Búist er við að lokunin standi eitthvað fram yfir hádegi.

Vegfarendum er bent á að fara um Þrengslin meðan á aðgerðum stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert