Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Magnús Öfjörð á Ingólfsfjalli í síðustu viku, hér við vörðuna …
Magnús Öfjörð á Ingólfsfjalli í síðustu viku, hér við vörðuna á fjallsbrún þar sem er gestabók sem geymd er í öruggum járnkassa.

„Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa.

Trimm þetta hóf hann að stunda árið 2012, þá í þeim aðstæðum að þurfa meiri hreyfingu, blóðið á hreyfingu og súrefni í lungun. Fjallið blasti við og svo fór að Magnús batt á sig gönguskóna og lagði á brattann. Síðan þá eru ferðir hans á fjallið orðnar alls 1.157.

Þrír tímar í trimmið

„Upphafið á þessum gönguferðum kom ekki til af góðu. Ég fann fyrir doða víða í líkamanum og leitaði vegna þess til lækna, sem hver á fætur öðrum rannsökuðu mig og komust að því að ég væri með tvö göt á hjartanu, milli hólfa. Það kallaði á skurðaðgerð á sjúkrahúsi sem ég fór í 20. janúar 2014. Áður var ég með gönguferðunum búinn að kominn mér í þokkalegt form sem væntanlega hefur hjálpað mikið, því opin skurðaðgerð er mikið inngrip,“ segir Magnús.

Sjá viðtal við Magnús í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert