Karlar eru orðnir mun fleiri en konur á Íslandi

Fjölmenni á Arnarhóli.
Fjölmenni á Arnarhóli.

Um 8.700 fleiri karlar en konur bjuggu á Íslandi í byrjun ársins. Það er sennilega Íslandsmet en hlutfallið milli karla og kvenna hefur breyst mikið síðustu ár.

Þetta má lesa úr nýjum mannfjöldatölum Hagstofu Íslands. Sé litið aftur til ársins 2000 kemur í ljós að aðeins nokkrum hundruðum fleiri karlar en konur bjuggu á Íslandi árin 2000 til 2005. Árin 2006 til 2008 breyttist þetta hratt. Þannig bjuggu rúmlega 6.300 fleiri karlar á landinu en konur árið 2008. Bilið minnkaði síðan árin 2009 til 2014 en fyrstu árin á því tímabili var efnahagslægð. Frá 2015 hefur körlum síðan fjölgað mun hraðar en konum.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Guðjón Hauksson, sérfræðingur hjá Hagstofunni, aðflutning erlendra karla vera skýringuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert