Óvænt í rekstur í Wales

Ciesjan van Heerden og Sveinbjörn Stefán Einarsson.
Ciesjan van Heerden og Sveinbjörn Stefán Einarsson.

Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales.

Vinur Sveinbjarnar, Hollendingurinn Ciesjan van Heerden, vann búðina á tombólu sem fyrri eigendur bókabúðarinnar efndu til. Sveinbjörn og Heerden hafa átt í daglegum samskiptum í nær tíu ár í gegnum tölvuleikinn EVE Online. Þeir félagar höfðu hins vegar aldrei hist.

„Gömlu eigendurnir voru að hætta með reksturinn af heilsufarsástæðum og þau langaði að fara að ferðast og ákváðu að gefa búðina í staðinn fyrir að reyna að selja hana. Því varð úr að hver sem eyddi meira en 20 pundum í búðinni á ákveðnum tíma fékk að setja nafnið sitt í hattinn,“ segir Sveinbjörn í Morgunblaðinu í dag. „Félagi minn bjó hérna rétt hjá þar sem hann var að vinna í verkefni í Wales sem fólst í því að ef þú getur sýnt fram á að þú getir lifað af landinu getur þú fengið leyfi til að byggja hús á landinu sem þú átt. Hann var því mikið hérna og var fastagestur í þessari bókabúð. Hann vantaði síðan einhvern til að reka þetta með sér þannig að ég sagði bara jájá,“ segir Sveinbjörn.

Sjá viðtal við Sveinbjörn í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert