Fundað áfram í kjaradeilunni

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við vorum að meta stöðuna aðeins í gær og ætlum að ræða saman núna á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig það fer,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is, en fundað verður áfram í kjaradeilu félagsins, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag.

Fundurinn hófst klukkan 10:00 og er gert ráð fyrir því samkvæmt vefsíðu ríkissáttasemjara að hann standi til klukkan 17:00. Fundað var einnig í gær og átti sá fundur að standa til klukkan 16:00 en honum var slitið um tvöleytið þar sem SA var ekki reiðubúið að leggja fram tölur varðandi launaliðinn í ljósi óvissunnar með WOW air. Spurður hversu lengi hann telji að fundað verði í dag segir Ragnar að það sé ómögulegt að segja.

Spurður um stöðuna í kjaraviðræðunum segir Ragnar að deiluaðilar séu að ræða saman sem sé jákvætt. „Við höldum því bara áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert