Yfir 250 jarðskjálftar í Öxarfirði

Skjálftarnir hafa fundist á Kópaskeri.
Skjálftarnir hafa fundist á Kópaskeri. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði síðan síðastliðinn laugardag, hrinan er staðsett um 6 km suðvestur af Kópaskeri. Stærstu skjálftarnir sem hafa verið staðsettir eru á milli 2,5 og 3,1 að stærð. Yfir 250 skjálftar hafa verið staðsettir á svæðinu.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Stærsti skjálftinn sem hefur mælst til þessa var 3,1 að stærð kl. 20:37 í kvöld. 

Þar segir að viðbúið sé að fólk á svæðinu verði vart við skjálftana en þeir hafa fundist á Kópaskeri og er fólk hvatt til að láta Veðurstofuna vita þegar það verður vart við jarðskjálfta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert