Reiðubúin að leigja flugvél

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. mbl.is/Árni Sæberg
Stjórnvöld eru reiðbúin til að leigja flugvél til þess að koma strönduðum farþegum WOW air til síns heima í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins. Þetta hafði Ríkisútvarpið eftir Sigurði Ingi Jóhannssyni samgönguráðherra í kvöldfréttum. Sagði hann að vel hefði gengið að ferja Íslendinga heim og ferðamenn frá Íslandi til Evrópu en flóknara að fljúga til Ameríku.

Sigurður sagði að margir hafi talið verkefnið óyfirstíganlegt. „Sú vinna hefur gengið framar vonum og þó svo að við getum ekki séð nákvæmlega allt fyrir þá höfum verið að meta þetta frá einum tíma til annars.“ Sigurður Ingi hrósaði þeim flugfélögum sem hafa lagt sitt vogarskálarnar í þessum efnum og nefndi þar sérstaklega Icelandair.

Ráðherrann sagði að ákveðinn þröskuldur hefði verið fyrir að fara í flugi til Norður-Ameríku. „En komi til þess að það gangi ekki nægjanlega vel þá erum við tilbúin að bregðast við og koma inn með leiguvél til að koma fólki þangað.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert