Björguðu konu úr sjónum við Ánanaust

Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. mbl.is/Eggert

Tilkynnt var um konu í sjónum við Ánanaust á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu náðist hún upp úr sjónum óslösuð en köld og var flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Þá var tilkynnt um slagsmál í Álfheimum á öðrum tímanum í nótt. Einn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Óskað var eftir aðstoð vegna ölvaðs manns á bar í Austurstræti upp úr kl. 11 í gærkvöldi og um kl. hálf eitt í nótt var tilkynnt um mann í Þönglabakka sem hrasaði og fékk áverka á höfði. Áverkar hans eru taldir minniháttar.

Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og tilkynnt var um einn árekstur þar sem sá sem olli honum stakk af frá vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert