Kalt í nótt en hiti færist upp á við

Eins og svo oft áður færast hitatölurnar uppávið með sunnanáttinni.
Eins og svo oft áður færast hitatölurnar uppávið með sunnanáttinni. mbl.is/RAX

Í byggð mældist mest frost tæplega 14 stig á Þingvöllum í nótt og 13 stig á Haugi í Miðfirði og Kálfhóli á Suðurlandi. Einnig var kalt á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en 11 stiga frost mældist á nýlegri veðurstöð í Víðidal.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Norðaustan- og austanlands var norðan næðingur og skýjað og náði frost sér ekki eins vel á strik. Það léttir til á þessum slóðum þegar líður á daginn.

Snjókoma í kvöld

„Seinnipartinn í dag fer hann að anda af suðri og það þykknar upp með úrkomu sunnan- og vestanlands í kvöld. Eins og svo oft áður færast hitatölurnar uppávið með sunnanáttinni. Að þessu sinni er þó ekki um afgerandi hlýindi að ræða svo úrkoman í kvöld verður væntanlega á formi snjókomu.“

Í nótt heldur hitinn svo áfram að síga upp á við og á morgun er útlit fyrir sunnan og suðvestan 8- til 3  m/s með slyddu eða rigningu á láglendi, en snjókomu eða éljum seinnipartinn og fer að kólna aftur. Það er útlit fyrir þurrt veður um landið norðaustanvert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert