Samningaviðræður áfram um helgina

Samningafundur hjá Sáttasemjara.
Samningafundur hjá Sáttasemjara. mbl.is/​Hari

Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og samflots sex stéttarfélaga og sambanda koma saman til fundar í dag og gert er ráð fyrir áframhaldandi vinnu um helgina.

Vegna fjölmiðlabanns geta samningamenn ekki tjáð sig um gang viðræðna en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði þær á viðkvæmu stigi.

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, sagði að nóg væri að gera um helgina í samningum og einnig væri verið að undirbúa verkföll. Verkfall Eflingar hjá bílstjórum Kynnisferða sem aka fyrir Strætó hefst á mánudag og þriggja daga hótel- og rútuverkfall Eflingar og VR á miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert