Misstu þrjótinn út með búnaðinn

Þrjóturinn komst undan með njósnabúnaðinn.
Þrjóturinn komst undan með njósnabúnaðinn. Ljósmynd/Thinkstock.com

Einstaklingur sem kom fyrir nokkurs konar njósnatæki í tölvu í Háskólanum á Akureyri á dögunum, sem nemur það sem slegið er á lyklaborð, komst óséður aftur út með tækið eftir að það fannst.

Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu HA, segir að tækið hafi verið hreinsað eftir að það fannst en því svo komið fyrir aftur í von um að hægt væri að góma viðkomandi þegar hann kæmi að vitja um tækið. Til þess að fylgja öllum reglum um persónuvernd varð töf á uppsetningu eftirlitsmyndavéla og í millitíðinni náði viðkomandi í tækið úr vélinni og komst óséður á braut.

„Fólk er svekkt að svona óheiðarleiki viðgangist hér, að verið sé að reyna að stela lykilorðum fólks. Við sáum að þarna inni voru upplýsingar sem hefðu verið viðkvæmar, en náðum sem betur fer að eyða því öllu svo viðkomandi hafði ekkert upp úr krafsinu,“ segir Hólmar, en tækið sendi ekki frá sér nein gögn heldur þurfti að vitja um þau, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert