Heimilissímar úti í Árneshreppi

Bilun er í Ávíkurstöð, fjarskiptastöð við Litlu-Ávík.
Bilun er í Ávíkurstöð, fjarskiptastöð við Litlu-Ávík. Ljósmynd/Jón G. Guðjónsson

Bilun kom upp í gær í Ávíkurstöð Símans í Árneshreppi þannig að allir heimilissímar á bæjum í Árneshreppi duttu út. Að sögn Jóns G. Guðjónssonar, veðurathugunarmanns og fréttaritara Morgunblaðsins og mbl.is í Árneshreppi, var fyrst var talið að örbylgjusamband hefði rofnað en síðar kom í ljós að um bilun var að ræða í Ávíkurstöð, fjarskiptastöðinni í Árneshreppi.

Vitað er að bilunin varð á milli klukkan 9 og 10 í gærmorgun því sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli sendi veðurskeyti klukkan 9 en ekki klukkan 10. Það skal tekið fram að GSM samband og netsamband er á svæðinu.

Samkvæmt  upplýsingum frá stjórnstöð Símans er von á viðgerðarmanni norður í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert