Ákærður fyrir sérlega grófa nauðgun

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir sérlega grófa nauðgun í Reykjavík í fyrra. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en þinghald var lokað.

Að sögn RÚV krefst konan þess að maðurinn verði dæmdur til að greiða henni 2,5 milljónir króna í miskabætur.

Fram kemur í ákærunni að maðurinn hafi farið á eftir konunni inn í herbergi á ótilgreindum stað. Hann hafi læst hurðinni, tekið um mitti hennar, snúið henni við, rifið niður buxurnar og þvingað hana til samræðis.

Hann er einnig sakaður um að hafa notfært sér að konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrif af völdum áfengis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert