Enn ein lægðin á leiðinni

Vindaspá fyrir klukkan 16 á morgun, þriðjudag.
Vindaspá fyrir klukkan 16 á morgun, þriðjudag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Í dag er spáð suðaustanstrekkingi á landinu með keimlíku veðri og hefur verið síðustu daga, eða vætu með köflum vestanlands, talsverðri rigningu suðaustan til og björtu með köflum fyrir norðan.

Á morgun, þriðjudag, kemur enn ein lægðin upp að landinu með hvassviðri eða stormi sunnan og suðvestan til og vætusömu veðri sunnan- og vestanlands. Hiti verður einnig svipaður eða upp í um 13 stig fyrir norðan. 

Í samantekt veðurfræðings Veðurstofu Íslands um veðrið fram undan segir að fram að helgi sé útlit fyrir áframhaldandi mildar suðlægar áttir með rigningu sunnan og vestan til en þurrt verði fyrir norðan.

Um páskahelgina lítur út fyrir kólnandi veður og gæti úrkoman farið úr rigningu í slyddu, en ekki er útlit fyrir að veður hafi áhrif á ferðalög yfir páskana, a.m.k ekki samkvæmt nýjustu spám.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert