Erfið gagnaöflun vegna skýrslu

Kátir hundar á ferðinni.
Kátir hundar á ferðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dr. Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur, hefur skilað skýrslu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áhættumat vegna innflutnings hunda og katta til Íslands með sérstakri áherslu á hjálparhunda.

Haustið 2017 fól þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra dr. Willeberg að vinna áhættumatið.

Vinna við það tók meiri tíma en áætlað var sem m.a. má rekja til þess að gagnaöflun reyndist erfið, að því er segir í tilkynningu.

Skýrslan er nú til umfjöllunar og úrvinnslu í ráðuneytinu í samráði við Matvælastofnun, þar á meðal hvort og þá hvernig unnt sé að gera breytingar á reglum er varða innflutning hunda og katta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert