Nokkrir fundir á dagskrá

Kjarasamningar undirritaðir hjá ríkissáttasemjara.
Kjarasamningar undirritaðir hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/​Hari

Búið er að skipuleggja nokkra fundi hjá ríkissáttasemjara í vikunni. Í dag verður viðræðum Samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins haldið áfram, en aðilar funduðu tvisvar í síðustu viku.

Að sögn Elísabetar S. Ólafsdóttur, skrifstofustjóra ríkissáttasemjara, munu forsvarsmenn Mjólkurfræðingafélags Íslands einnig mæta til fundar síðar í vikunni. Auk fyrrgreindra funda hefur viðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair verið vísað til ríkissáttasemjara og ráðgert er að funda í dag.

Spurð um hvort búast megi við fundum í Karphúsinu í páskafríinu kveður Elísabet nei við. „Við erum ekki búin að bóka neina fundi í fríinu og eins og staðan er núna gerum við ekki ráð fyrir því,“ segir Elísabet í umfjöllun um kjaraviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert