Farþegar fastir um borð vegna veðurs

Tafir eru vegna veðurs í dag.
Tafir eru vegna veðurs í dag. mbl.is/Eggert

Frá því að landgöngubrýr við Keflavíkurflugvöll voru teknar úr notkun hafa farþegar beðið eftir því að komast inn í flugstöðina. „Það eru ellefu vélar lentar eftir að þetta gerðist og fleiri á leiðinni og við bíðum færis á því að nota brýrnar á ný,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, í samtali við mbl.is.

Landgöngubrýrnar voru teknar úr notkun nú síðdegis vegna þess að vindhraði fór yfir 50 hnúta, eða um 26 m/s. Þá hefur sextán brottförum frá Keflavíkurflugvelli verið seinkað vegna ástandsins.

Tafir hafa orðið á brottförum Lufthansa til Frankfurt, Wizz Air til Vínar, British Airways til London, Icelandair til Kaupmannahafnar, Chicago, Washington, Denver, Portland, San Fransisco, New York, Toronto, Seattle, Boston, Vancouver og Orlando. Ekki er vitað hvort frekari tafir verða í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert