Ferð mjaldranna til Vestmannaeyja frestað um sinn

Flugvélin sem flytur tvo mjaldra frá Kína til Íslands hefur …
Flugvélin sem flytur tvo mjaldra frá Kína til Íslands hefur verið skreytt af því tilefni.

Komu mjaldra-systranna, Litlu-Gráar og Litlu-Hvítar, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er líklegt að mjaldrarnir komi ekki fyrr en í maí eða jafnvel júní.

Á föstudaginn var ákveðið að fresta komu mjaldranna vegna veðurs og lokunar Landeyjahafnar en unnið var að því að koma þeim til landsins sem fyrst.

Mjaldrarnir áttu að koma til landsins klukkan níu í dag með sérútbúinni flutningavél Cargolux en ljóst er að ekkert verður úr því. Dýpkun Landeyjahafnar er enn ólokið og olli það mestu um frestunina ásamt slæmri veðurspá. Aðstandendur verkefnisins, Merlin Entertainment og góðgerðarsamtökin Sealife Trust, treysta mjöldrunum ekki til að þola flutning með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja, en sú sigling getur tekið þrjá tíma en sigling úr Landeyjahöfn tekur að jafnaði um hálftíma, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert