Katrín sendir kveðju vegna brunans

Skemmdirnar á Notre Dame kirkjunni skoðaðar.
Skemmdirnar á Notre Dame kirkjunni skoðaðar. AFP

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sendi  Emmanuel Macron Frakklandsforseta í morgun bréf vegna brunans í Notre Dame kirkjunni í París í gær.

Í bréfi sínu lýsir forsætisráðherra samhug Íslendinga með frönsku þjóðinni vegna þessa hörmulega atburðar, en heimsminjar urðu eldinum að bráð er þessi 850 ára gamla kirkja brann.

Sagði Katrín íslensku þjóðina hafa fylgst vantrúa með er eldtungurnar teygðu sig upp úr þaki kirkjunnar. Hún tjái Macron þá von Íslendinga að skaðinn sem bruninn olli væri ekki óbætanlegur og að alþjóðasamfélagið myndi aðstoða frönsku þjóðina við að endurreisa kirkjuna sem allir elski.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Mynd/Skrifstofa forseta Frakklands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert