Náttúruverndarfrumvarp á haustþingi

Styrkja á almannaréttinn.
Styrkja á almannaréttinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Umhverfisráðherra hyggst ekki leggja fram frumvarp um breytingar á náttúruverndarlögum á vorþinginu.

Þetta staðfestir Sigríður Víðis Jónsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra í Morgunblaðinu í dag. Frumvarpsdrög, sem lúta að almannarétti, útivist og umgengni og þeim kafla gildandi laga sem fjallar um innflutning og dreifingu á lifandi framandi lífverum, voru kynnt á samráðsgátt stjórnvalda í febrúar og mars.

Fjöldi umsagna barst, einkum um almannaréttarþáttinn. „Ráðuneytið telur mikilvægt að vinna vel úr þeim ábendingum og athugasemdum sem því bárust. Ráðherra hyggst leggja frumvarpið fram á næsta löggjafarþingi,“ segir Sigríður Víðis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert