Truflun á innanlandsflugi vegna veðurs

Ekki verður flogið til Egilsstaða eða Ísafjarðar nú seinni partinn.
Ekki verður flogið til Egilsstaða eða Ísafjarðar nú seinni partinn. Ljósmynd/Aðsend

Búið er að aflýsa flugi frá Air Iceland Connect frá Reykjavíkurflugvelli til Ísafjarðar og Egilsstaða, en en vélarnar áttu að fara í loftið klukkann 17 og 18. Einnig hefur Flugfélagið Ernir aflýst áætlunarflugi sínu milli lands og Vestmannaeyja.

Enn er hins vegar óljóst með áætlunarflug til Akureyrar , sem fara á í loftið klukkan 18.

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á miðhálendinu og hafa sterkar vindhviður til að mynda valdið töluverðum töfum á millilandaflugi frá Keflavík. Þar biðu ellefu flugvélar með farþega innanborðs  eftir að geta hleypt fólki frá borði á fimmta tímanum  í kvöld og búið var að seinka brottförum 16 flugvéla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert